Utanríkisráðherra segir fulltrúa Rússlands hörundsára

Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir gagnrýnir fulltrúa rússneskra stjórnvalda.
Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir gagnrýnir fulltrúa rússneskra stjórnvalda. mbl.is/Eggert Jóhannesson

„Það kemur nokkuð á ó­vart hversu hörunds­árir full­trúar rúss­neskra stjórn­valda eru gagn­vart þessari mynd­birtingu,“ segir Þór­dís Kol­brún R. Gylfa­dóttir utan­ríkis­ráð­herra um kröfur rúss­neska sendi­ráðsins gagn­vart rit­stjórn Frétta­blaðsins vegna mynd­birtingar af rúss­neska fánanum.

Rúss­neska sendi­ráðið í Reykja­vík gaf frá sér yf­ir­lýs­ingu á miðvikudag þar sem Fréttablaðið var krafið um afsökunarbeiðni, eft­ir að mynd af fót stíg­andi á rússneska fánann birt­ist í blaðinu.

„Vil hvetja til þess að komið sé fram af virðingu við þjóð­fána en tek fram að ég tel að meiri van­virðing við rúss­neska fánann felist í þeim hrylli­legu og ó­manneskju­legu glæpum sem framdir eru vís­vitandi af stjórn­völdum Rúss­lands um þessar mundir í nafni þjóðarinnar og undir þessum sama fána,“ skrifar Þórdís á Facebook.

Myndin á vef Fréttablaðsins.
Myndin á vef Fréttablaðsins. mbl.is/Þóra Birna

Kærð til lögreglu

Net­á­rás, sem gerð var á vef blaðsins í gær, hefur verið kærð til lög­reglu. Að sögn Fréttablaðsins er rann­sókn á á­rásinni þegar hafin.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert