„Væntingar“ hjá foreldrum

Dagur B. Eggertsson segir það ekki almennu regluna að börnum …
Dagur B. Eggertsson segir það ekki almennu regluna að börnum sé boðin leikskólavist án þess að hún sé til staðar. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Dagur B. Eggertsson borgarstjóri segir borgina bjóða börnum leikskólavist þegar sæmilegur fyrirsjáanleiki sé fyrir hendi en almenna reglan sé að bjóða pláss ekki án þess að þau fyrirfinnist.

Dagur segir borgarráð bíða eftir yfirliti yfir stöðu mála hvað varðar innritun barna í leikskóla í haust. Hún muni liggja fyrir í næstu viku.

Fólk vilji skóla í sínu hverfi

„Ég held að það að foreldrar láti heyra í sér þýði að væntingar eru um að þetta muni ganga. Fólk vill auðvitað skóla í sínu hverfi og nálægt sínu heimili. Það er það sem við erum að tryggja í okkar áætlunum,“ segir hann.

Engin tilboð hafi borist í útboði á nýjum miðborgarleikskóla, sem hafi sett strik í reikninginn. Þá seinkaði einnig opnun leikskóla í Nauthólsvík en á móti hafa ný pláss boðist.

Börnum hefur verið boðin leikskólavist án þess að leikskólar séu tilbúnir. Er þetta tengt því að framkvæmdum hafi seinkað?

„Það er ekki almenna reglan. Almenna reglan er að bjóða pláss þegar það er sæmilegur fyrirsjáanleiki. Stundum er það gert með ákveðnum fyrirvörum sem fólk veit þá af,“ segir Dagur.

Meira um málið í Morgunblaðinu.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Kauptu vikupassa

Lestu meira með vikupassa!

Fáðu þér vikupassa fyrir 2.090 kr. og þú færð aðgang að öllu efni úr blaði dagsins í dag og næstu 6 daga.

Kaupa vikupassa

Aðrar áskriftarleiðir »

Loka