Víða skúrir í dag

Hlýjasta veðrið verður austanlands í dag.
Hlýjasta veðrið verður austanlands í dag. mbl.is/Hákon Pálsson

Í dag verður vestan og suðvestan gola eða kaldi og víða skúrir, en úrkomulítið á Suður- og Vesturlandi þegar líður á daginn. Hiti 8 til 17 stig að deginum, hlýjast austanlands.

Þetta kemur fram í hugleiðingum veðurfræðings hjá Veðurstofu Íslands.

Á morgun verður fremur hæg suðlæg eða breytileg átt og stöku skúrir á norðurhluta landsins. Fyrir sunnan verður skýjað með köflum og yfirleitt þurrt, en líkur á vætu undir kvöld. Hiti á bilinu 7 til 14 stig.

Á sunnudaginn verður norðlæg átt víða gola eða kaldi. Á norðanverðu landinu væta með köflum og fremur svalt í veðri, en sunnan heiða verður stöku skúrir og mildara yfir daginn.

Veðurvefur mbl.is

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert