Skipuleggur æfingu á Svalbarða

Landhelgisgæslan skipuleggur stóran hluta björgunaræfingarinnar Livex.
Landhelgisgæslan skipuleggur stóran hluta björgunaræfingarinnar Livex. Morgunblaðið/Sigurður Bogi

„Þetta hefur verið mikill undirbúningur og mikil vinna, enda umfangsmikil æfing,“ segir Ásgeir Erlendsson upplýsingafulltrúi Landhelgisgæslunnar.

Landhelgisgæslan skipuleggur stóran hluta björgunaræfingarinnar Livex sem haldin verður á Svalbarða dagana 28. ágúst til 1. september næstkomandi.

Æfingin er tvíþætt, annars vegar verða ýmiss konar björgunaraðferðir æfðar á landi en hins vegar verða æfð viðbrögð við því að eldur komi upp á skipi. Starfsmenn Landhelgisgæslunnar skipuleggja fyrri hluta æfingarinnar en kollegar þeirra í Noregi þann síðari.

„Landhelgisgæslan hefur annast verkefnastjórn og undirbúning fyrir þennan hluta undanfarna mánuði. Svo munu fjórir starfsmenn okkar fara út til þess að stýra æfingunni og halda utan um hana,“ segir Ásgeir. Þessir starfsmenn eru Hekla Jósefsdóttir, Snorre Greil, Anton Örn Rúnarsson og Auðunn Kristinsson.

Livex-æfingin er hluti af Arcsar, verkefni sem Evrópusambandið fjármagnar og á að koma á fót fyrsta formlega öryggis- og viðbúnaðarkerfinu á norðurslóðum. Yfirstjórn verkefnisins er í höndum aðalbjörgunarmiðstöðvarinnar í Norður-Noregi en 20 aðilar frá 12 löndum taka þátt í því.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert