Mávarnir kannski svangir en ekki í árásarhug

Jóhann Óli Hilmarsson er fuglafræðingur.
Jóhann Óli Hilmarsson er fuglafræðingur. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Jóhann Óli Hilmarsson fuglafræðingur segir ekkert óvenjulegt við hegðun máva á Íslandi að undanförnu, þó samfélagsumræðan hafi bent til annars.

Hann telur vandann frekar felast í lágum þröskuldi fólksins. „Fólk er komið svo úr tengslum við náttúruna.“

Mávar ganga á lagið ef þeir eru svangir og er …
Mávar ganga á lagið ef þeir eru svangir og er það birtingarmynd aðlögunarhæfni þeirra, að sögn Jóhanns Óla. mbl.is/Sverrir Vilhelmsson

Gæti verið sílaskortur

„Það var áberandi fyrir nokkrum árum þegar það varð sílaskortur, að sílamávurinn fór að færa sig upp á skaftið. Þá voru þeir að stela af grillum og þar fram eftir götunum. Það gæti svo sem alveg verið einhver sílaskortur núna.“

Mávar ganga á lagið ef þeir eru svangir og er það birtingarmynd aðlögunarhæfni þeirra, að sögn Jóhanns Óla. 

„Ef þú setur út steik fyrir hungrað dýr, þá sækir það steikina.“

Jóhann Óli segir máva ekki ráðast á fólk, nema það sé komið of nálægt ungum þeirra. „Ég held að þeir séu kannski oftar að steypa sér eftir æti og fólk misskilji þá hegðun og þyki hún ógnandi.“

mbl.is