Skóla- og frístundaráð kemur fyrr saman

Ekki hefur verið hægt að tryggja börnum sem hafa náð …
Ekki hefur verið hægt að tryggja börnum sem hafa náð 12 mánaða aldri leikskólavist í Reykjavík. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Skóla- og frístundaráð Reykjavíkur verður kallað saman í vikunni að beiðni Mörtu Guðjónsdóttur borgarfulltrúa Sjálfstæðisflokks. Óskaði hún eftir aukafundi til að fjalla um úrræðaleysi í leikskólamálum, langa biðlista og það að ekki sé hægt að tryggja börnum sem hafa náð 12 mánaða aldri leikskólavist.

Árelía Eydís Guðmundsdóttir formaður ráðsins varð við óskinni og ætlar að boða til fundar næsta miðvikudag en ekki hafði verið gert ráð fyrir því að ráðið kæmi saman fyrr en eftir sumarfrí, 22. ágúst.

„Ég óskaði eftir þessum fundi í ljósi þess mikla vanda sem blasir við í leikskólamálum. Það að það muni ekki takast enn eina ferðina að útvega 12 mánaða börnum og eldri leikskólavist í haust er ekki viðunandi,“ segir Marta.

Hún segir að skóla- og frístundaráð beri ábyrgð á skólamálum í borginni. „Því sætir það furðu að ekki hafi verið boðað til fundar í ráðinu í ljósi þessarar stöðu,“ segir Marta.

Sex fyrirspurnir

Hún segist hafa lagt fram sex fyrirspurnir er lúta að leikskólavandanum á fundi skóla- og frístundaráðs 14. júní sl. en einungis einni spurningu hefur verið svarað.

„Það á ekki að taka svona langan tíma að svara þessu. Það á ekki að þurfa annað en að fletta þessum upplýsingum upp, sem sannarlega eru fyrir hendi hjá borginni. Þær ættu enn fremur að liggja fyrir á vef Reykjavíkurborgar,“ segir hún, „vilji borgin stuðla að auknu gagnsæi í þágu almennings.“

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Kauptu vikupassa

Lestu meira með vikupassa!

Fáðu þér vikupassa fyrir 2.090 kr. og þú færð aðgang að öllu efni úr blaði dagsins í dag og næstu 6 daga.

Kaupa vikupassa

Aðrar áskriftarleiðir »