„Sumir gáfust hreinlega upp á göngunni“

Samkvæmt teljara Ferðamálastofu fóru 6.496 að gosstöðvunum í gær.
Samkvæmt teljara Ferðamálastofu fóru 6.496 að gosstöðvunum í gær. mbl.is/Kristinn Magnússon

Björgunarsveitarmenn við eldgosasvæðið í Meradölum þurftu að aðstoða 17 einstaklinga í gær. 

Í tilkynningu frá lögreglustjóranum á Suðurnesjum segir að „sumir gáfust hreinlega upp á göngunni“ og aðrir meiddust lítillega en þurftu eftir sem áður aðstoð við að komast niður af fjalli.

Þá þurfti að vísa nokkrum fjölskyldum frá gönguleið A þar sem ung börn voru með í för. Í tilkynningunni segir að ferðamennirnir sýndu þessu skilning.

Alls voru 32 björgunarsveitarmenn að störfum í gær en yfir nóttina eru þeir færri. Í gær var greint frá því að landverðir munu létta und­ir með björg­un­ar­sveit­um.

Í dag verður norðan átt á svæðinu, 5-13 m/s, og gosmengunin berst til suðurs og suðausturs. 

mbl.is