Bíll endaði í miðri á

Allar rúður eru brotnar á bílnum.
Allar rúður eru brotnar á bílnum. mbl.is/Þorgeir Baldursson

Bíll stendur úti í miðri á í Hörgárbyggð skammt frá Akureyri. Þegar fréttaritari mbl.is kom á staðinn í morgun var búið að koma lögregluborða á bifreiðina.

Vegurinn er þröngur þarna en bíllinn virðist hafa farið út af brú og út í ána. Allar rúður eru brotnar á bílnum og dældir á víð og dreif. 

Lögreglumaður á vakt hjá lögreglunni á Norðurlandi Eystra kannaðist ekki við að um alvarlegt slys hafi verið að ræða þegar blaðamaður hringdi norður.

mbl.is