Fæddi stúlku á miðjum Hafnarfjarðarvegi

Slökkviliðið sinnti alls 93 sjúkraflutningum í nótt.
Slökkviliðið sinnti alls 93 sjúkraflutningum í nótt. Ljósmynd/Slökkvilið höfuðborgarsvæðisins

Sjúkrabílsáhöfn tók á móti stúlkubarni á miðjum Hafnarfjarðarvegi í nótt. Var móðirin á leið á fæðingardeildina, en stúlkan var ekki á því að bíða. 

Gekk allt að óskum og heilsast bæði móður og barni vel. Þetta kemur fram í tilkynningu frá slökkviliðinu á höfuðborgarsvæðinu. 

Slökkviliðið sinnti annars 94 sjúkraflutningum í nótt, þar af 33 forgangsflutningum. Þessi fjöldi telst undir meðallagi, sem miðast við 100 sjúkraflutninga. 

Dælubílar sinntu alls 10 útköllum í nótt. Öll reyndust útköllin minniháttar þegar upp var staðið. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert