Fundu ekkert og hættu leitinni

Landhelgisgæslan kallaði þyrluna til baka klukkan 00:45, en þá var …
Landhelgisgæslan kallaði þyrluna til baka klukkan 00:45, en þá var talið að neyðarblysið hefði borist frá landi. Morgunblaðið/Sigurður Bogi

Leit var hætt í Vestmannaeyjum eftir að ekkert fannst. Þessi ákvörðun var tekin eftir um tveggja klukkustunda leit. 

Björg­un­ar­fé­lag Vest­manna­eyja og Land­helg­is­gæsl­an voru kölluð út í leit á sjó við Vest­manna­eyj­ar eftir að neyðarblys sást þar, en ákveðið var að afturkalla þyrlu og sjóbjörgunarsveit klukkan 00.45. Þetta staðfestir vaktstjóri hjá Landhelgisgæslunni. 

Var þá talið að blysið hefði borist frá landi, fremur en sjó. Eftir nánari athugun var ákveðið að hætta leit þar sem lögreglan taldi sig hafa „leitað af sér allan grun“, að sögn Nökkva Óðinssonar hjá lögreglunni í Vestmannaeyjum.

mbl.is