Hélt hann myndi deyja á brúnni

AFP/Stian Lysberg Solum

Vörubílstjóri hélt hann myndi deyja á brúnni sem hrundi í Noregi í morgun.

Terje Brenden átti erfiðasta vinnudag lífs síns í dag þegar hann keyrði vörubíl yfir ný­legra viðar­brú í suður­hluta Nor­egs í morg­un þegar brúin hrundi. NRK segir frá.

Brenden segir að hann hafi séð malbikið sveiflast fyrir framan sig í bylgjum eins og í jarðskjálfta. Brúin brotnaði þannig að bíll Brendens var fastur í um 45 gráðu halla. 

Sigmaður bjargaði Brenden úr þyrlu en myndskeið frá BBC sýnir frá björguninni.

mbl.is