Ökutæki krömdust undir bílalyftu Herjólfs

Tveir bílar krömdust undir bílalyftunni.
Tveir bílar krömdust undir bílalyftunni. mbl.is/Óskar Pétur Friðriksson

Bílalyfta Herjólfs fór niður öðrum megin er skipið var að fara frá Landeyjarhöfn með þeim afleiðingum að tveir bílar krömdust undir henni. Enginn farþegi var staðsettur á bíladekkinu þegar slysið varð.

Atvikið átti sér stað í gærkvöldi.

Hörður Orri Grettisson, framkvæmdastjóri Herjólfs, segir í samtali við Eyjar.net að rekist hafi verið í takka í brú skipsins sem varð til þess að lyftan fór niður með þessum afleiðingum. Skipið var að bakka frá bryggju eftir síðustu ferð gærdagsins.

Hörður segir einnig að í kjölfar óhappsins verði gripið til ráðstafana til að tryggja að svona lagað geti ekki komið fyrir aftur, en engin slys urðu á fólki.

Enginn farþegi var staðsettur á bíladekkinu þegar slysið varð.
Enginn farþegi var staðsettur á bíladekkinu þegar slysið varð. mbl.is/Óskar Pétur Friðriksson
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert