Þurfa ekki að upprunamerkja bakkelsi

Ekki er lagaleg skylda til að merkja uppruna bakkelsis á …
Ekki er lagaleg skylda til að merkja uppruna bakkelsis á Íslandi.

„Við erum á því að neytendur eigi skýlausan rétt á því að vita hvaðan vörurnar sem þeir kaupa eru upprunnar,“ segir Breki Karlsson, formaður Neytendasamtakanna.

Hann segir þó ekki lagalega skyldu hvíla á seljendum til að upprunamerkja bakkelsi.

Dæmi eru um að bakarí selji innflutta vöru sem hituð er upp og kláruð á staðnum. Þau eiga í samkeppni við stórmarkaðinn og nam innflutningur á bakkelsi 4.196 tonnum árið 2021, í samanburði við tæp 2.000 tonn fyrir áratugi síðan. 

Breki Karlsson, formaður Neytendasamtakanna.
Breki Karlsson, formaður Neytendasamtakanna. mbl.is/Sigurður Bogi

„Meðal grunnréttinda neytenda“

„Það sama á við um bakarísvörur og aðrar vörur, þetta er á meðal grunnréttinda neytenda, rétturinn til upplýsinga,“ segir Breki.

Merkja skal matvæli með upplýsingum um rétt upprunaland eða upprunastað, ef skortur á slíkum upplýsingum gæti villt um fyrir neytendum samkvæmt 26. gr. reglugerðar ESB nr. 1169/2011.

Skjáskot/Danól.is

Ekki lagaleg skylda þegar kemur að bakkelsi

Verður að geta upprunans eða þurfa neytendur að óska eftir upplýsingum um hann?

„Það er skylda hvað varðar ýmsar landbúnaðarvörur en það er ekki lagaleg skylda þegar kemur að bakkelsi. Það er þó krafa neytenda og krafa okkar að fólk sé upplýst um hvaðan matvælin eru upprunnin. Við teljum að það sé siðferðisleg skylda að upplýsa okkur um hvaðan matvælin eru, sem við borðum,“ segir Breki. 

Hægt er að kaupa innflutt bakkelsi á heimasíðum hjá heildsölum og endar það ýmist í matvöruverslunum, hótelgeira, veitingageira eða í bakaríum.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert