Erlendir ríkisborgarar eru nú 60 þúsund

Samtals eru nú rúmlega 60 þúsund erlendir ríkisborgarar búsettir á …
Samtals eru nú rúmlega 60 þúsund erlendir ríkisborgarar búsettir á Íslandi. Arnþór Birkisson

Samtals eru nú rúmlega 60 þúsund erlendir ríkisborgarar búsettir á Íslandi samkvæmt nýbirtum tölum Þjóðskrár Íslands. Var 60.171 erlendur ríkisborgari skráður með búsetu hér á landi 8. ágúst síðastliðinn. Hefur þeim fjölgað um 5.192 frá 1. desember í fyrra eða um 9,4%.

„Úkraínskum ríkisborgurum hefur fjölgað um 564,4% frá 1. desember sl. og voru þann 8. ágúst sl. 1.588 úkraínskir ríkisborgarar skráðir til heimilis á Íslandi samkvæmt Þjóðskrá. Þetta er fjölgun um 1.349 manns á tímabilinu,“ segir í umfjöllun á vef Þjóðskrár.

Fram kemur að ríkisborgurum frá Venesúela hefur einnig fjölgað umtalsvert eða um 60% á þessu tímabili. Nú eru 728 einstaklingar með venesúelskt ríkisfang búsettir á Íslandi. „Pólskum ríkisborgurum fjölgaði á ofangreindu tímabili um 1.175 einstaklinga eða um 5,5% og eru pólskir ríkisborgarar nú 5,8% landsmanna.“

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert