Fundaði með ríkislögreglustjóra

Daníel E. Arnarsson, framkvæmdastjóri Samtakanna’78, fundaði með Sigríði Björk Guðjónsdóttir …
Daníel E. Arnarsson, framkvæmdastjóri Samtakanna’78, fundaði með Sigríði Björk Guðjónsdóttir ríkislögreglustjóra í dag. Samsett mynd

„Maður er bara orðlaus yfir þessu að þetta sé staðan í dag,“ segir Daníel E. Arnarsson, framkvæmdastjóri Samtakanna '78, um skemmdarverkin sem unn­in hafa verið á skilt­um hinseg­in daga við Aust­ur­völl í Reykja­vík.

Á sum skilt­in hafa verið krotaðir tölu­stöf­irnir 1488 sem eru gjarn­an notaðir af nýnas­ist­um. 

Klár hatursáróður

„Við erum bara að sjá það núna trekk í trekk að ráðist sé á merki og á útgáfu þegar að það kemur að regnbogafánanum eða á útgáfu eins og í tilfelli Hinsegin daga.

Þegar það er ráðist á eitthvað tákn eða merki fyrir einhvern ákveðinn málstað þá er það að okkar mati hatursáróður gegn þessum hópi,“ segir hann og bætir við að verknaðurinn sé hatursglæpur og hatursáróður.

Unnin hafa verið skemmdarverk á skiltum Hinsegin daga.
Unnin hafa verið skemmdarverk á skiltum Hinsegin daga. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Meiri fræðsla þarf að eiga sér stað

Daníel fór á fund ríkislögreglustjóra, Sigríði Björk Guðjónsdóttur, í dag þar sem t.a.m. var rætt um samstarf með lögreglunni.

„Við ræddum um þetta fánamál á Hellu. Það sem við fengum út úr fundinum var að við þurfum að vera meira til ráðgjafar fyrir lögregluna og eins með lögregluna að vera til ráðgjafar til okkar.

En það þarf þar á undan að vera meiri fræðsla til lögreglufólks og lögregluþjóna þegar að kemur að því að vita hvað er hatursáróður og hatursglæpur, en þetta er samstarf sem hún Sigríður tók mjög vel í og hún er mjög viljug til að vera í góðu samstarfi við okkur,“ segir hann um fundinn. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert