Rófan aftur í tísku

Gulrófur .
Gulrófur . Morgunblaðið

Gamla góða íslenska gulrófan er að komast aftur í tísku með ráðleggingum meistarakokka um breytta matreiðslu. Hefur það leitt til aukinnar sölu, að sögn Gunnlaugs Karlssonar, framkvæmdastjóra Sölufélags garðyrkjumanna.

Gulrófur eru meðal þeirra matjurta sem fyrstar náðu útbreiðslu meðal landsmanna og hafa því verið hluti af fæðu Íslendinga í tvær aldir.

Þær eru C-vítamínauðugar og eru stundum kallaðar appelsínur norðursins. Algengasta matreiðsluaðferðin, suðan, er nú á undanhaldi, vegna þess að aðrar aðferðir eru taldar draga betur fram eiginleika rófunnar, svo sem að steikja þær á pönnu eða grilla þær. 

Nánar í Morgunblaðinu.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert