Vísa þurfti nokkrum fjölskyldum frá gönguleið A við gosstöðvarnar í Meradölum í gær, þar sem ung börn voru með í för.
Þá var eitt ökklabrot skráð eftir daginn og flytja þurfti sjö þreytta göngumenn af fjalli. Þetta kemur fram í tilkynningu frá lögreglunni á Suðurnesjum.
Samkvæmt talningu Ferðamálastofu fóru 5.180 um gosstöðvarnar í gær, en gera má ráð fyrir að þessar tölur séu hærri, að mati lögreglu.
Sunnanátt við gosstöðvarnar veldur því að gas berst til norðurs og gæti orðið vart á Vatnsleysuströnd.