Áfram tafir á afhendingu

Verð á bílum er tekið að hækka og tafir hafa …
Verð á bílum er tekið að hækka og tafir hafa orðið á afhendingu. mbl.is/Kristinn Magnússon

Skortur á aðföngum og hækkandi verð á flutningum eru meðal þátta sem hafa áhrif á sölu nýrra bifreiða hér á landi. Þá hafa einnig orðið tafir á afhendingu nýrra bíla en staðan er þó misjöfn milli bílaumboða.

Jón Trausti Ólafsson, framkvæmdastjóri Öskju, segir að tafir við afhendingu nýrra bíla hafi verið viðvarandi vandamál í hátt í ár og býst við að sú staða vari fram á næsta ár. Það eigi þó ekki endilega við um allar tegundir bíla en líklega verði áhrifin mest á rafbíla.

Óvíst hvort væntanlegar hækkanir leiði út í verðlagið

Friðbert Friðbertsson, forstjóri Heklu, tekur í sama streng og segir verulegar tafir á afhendingu nýrra bíla hafa háð starfsemi umboðsins síðustu misseri. Páll Þorsteinsson, upplýsingafulltrúi Toyota, segir að umboðið hafi fundið fyrir töfum á einstökum gerðum en heilt yfir hafi gengið mjög vel að fá bíla afhenta.

Framleiðendur hafa í mörgum tilvikum tilkynnt umboðunum hér á landi um væntanlegar hækkanir sem rekja megi til fyrrnefndra þátta, en vegna styrkingar krónu er óvíst hvort þær hækkanir leiði út í verðlagið hér á landi. 

Þessi grein birtist
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Þessi grein birtist
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert