Gallar á brúnni rannsakaðir

Múrarar voru um miðjan júlí að lagfæra kant.
Múrarar voru um miðjan júlí að lagfæra kant. mbl.is/Sigurður Bogi

Meiri ágallar reyndust vera á nýrri brú sem verið er að byggja yfir Jökulsá á Sólheimasandi en upphaflega leit út fyrir þegar steypumót voru fjarlægð.

Samkvæmt upplýsingum frá Vegagerðinni hefur verið unnið að lagfæringum en einnig hafa farið fram rannsóknir á umfangi vandans. Verið er að vinna úr þeim rannsóknum. Vegna þessa hefur tafist að brúin verði tekin í notkun.

Framkvæmdum hefur þegar seinkað verulega vegna steypuskemmdanna en Vegagerðin vonast til að hægt verði að taka brúna í notkun á næstu vikum.

Nánar í Morgunblaðinu. 

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur: