Gosstöðvarnar lokaðar til morguns

Gosstöðvarnar í Meradölum hafa verið lokaðar frá því klukkan 4 …
Gosstöðvarnar í Meradölum hafa verið lokaðar frá því klukkan 4 í nótt. mbl.is/Ágúst Óliver

Gosstöðvarnar í Meradölum verða áfram lokaðar vegna veðuraðstæðna. Veðurútlit fyrir svæðið er ekki gott. Þetta segir í tilkynningu frá lögreglustjóranum á Suðurnesjum.

Lokunin gildir þangað til í fyrramálið, þegar fundur viðbragðsaðila verður klukkan 8.30.

Þá verður fjölmiðlum send tilkynning um hvort svæðið verði opnað eða áframhaldandi lokun verði í gildi.

mbl.is