Hafa boðið út fleiri augasteinsaðgerðir

María Heimisdóttir forstjóri Sjúkratrygginga Íslands.
María Heimisdóttir forstjóri Sjúkratrygginga Íslands. Ljósmynd/Oscar Bjarnason

Sjúkratryggingar Íslands auglýstu nýlega eftir nýjum aðilum til að gera augasteinsaðgerðir og bíða nú tilboða. Á síðustu árum hafa Sjúkratryggingar nokkrum sinnum leitað verðtilboða og þannig hefur verið hægt að kaupa fleiri aðgerðir fyrir sama fjármagn.

Þetta segir María Heimisdóttir, forstjóri Sjúkratrygginga Íslands, vegna umfjöllunar Morgunblaðsins í gær um alvarlega stöðu augnlækninga á Íslandi.

Þar ræðir Morgunblaðið við Jóhannes Kára Kristinsson augnlækni. Fram kemur að samningar SÍ við augnlækna hafi verið lausir í fjögur ár. 59% augnlækna á Íslandi eru komin yfir sextugt og helmingur þeirra er kominn yfir sjötugt. Biðlistar í augasteinsaðgerðir hafa lengst og eru nú nærri tvö ár.

Meira í Morgunblaðinu.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert