Mörg þúsund króna munur á nýjum og notuðum bókum

Mörg þúsund króna munur er á hæsta verði á nýjum …
Mörg þúsund króna munur er á hæsta verði á nýjum námsbókum og lægsta verði á notuðum námsbókum samkvæmt verðkönnun Alþýðusambands Íslands. Ljósmynd/Colourbox

Mörg þúsund króna munur er á hæsta verði á nýjum námsbókum og lægsta verði á notuðum námsbókum samkvæmt verðkönnun Alþýðusambands Íslands sem framkvæmd var í gær.

Könnunin verð gerð í sex verslunum þar sem verð á 89 algengum námsbókum var skoðað.

Þá kemur fram að Penninn Eymundsson var oftast með hæsta verðið á nýjum bókum en 36 titlar af 82 voru dýrastir í þeirri verslun. A4 var næst oftast með dýrustu titlana eða í 20 tilfellum.

Einnig segir að A4 var oftast með lægsta verðið á notuðum námsbókum en Penninn var oftast með lægsta verðið á nýjum námsbókum.

Oft 3-5.000 kr. munur á nýjum og notuðum bókum

Ef verðmunur á öllum bókum í könnuninni er skoðaður, þá á bæði nýjum og notuðum bókum, má sjá að algengast var að 100-150% munur var á hæsta og lægsta verði en mest var 501% verðmunur á bók. Notaðar bækur voru í langflestum tilfellum ódýrastar eða í öllum tilfellum nema tveimur.

Ef hæsta og lægsta verð á bókatitli er borið saman, burtséð frá því hvort hún var ný eða notuð, var 4-5 þús króna munur á hæsta og lægsta verði á 12 bókatitlum, 3-4 þús króna munur á 24 bókatitlum, 2-3 þús króna munur á 12 bókatitlum og 2-3 þús króna munur á 16 bókatitlum.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert