Skoða áhrif flutninga á umferð og vegi

Mýrdalssandur.
Mýrdalssandur. Jónas Erlendsson

Skipulagsstofnun hefur óskað eftir að Vegagerðin veiti umsögn um umhverfismatsskýrslu vegna umfangsmikils vikurnáms á Mýrdalssandi og flutninga efnisins til Þorlákshafnar en þaðan verður það flutt út með skipum. G. Pétur Matthíasson upplýsingafulltrúi segir að verið sé að skoða áhrif flutninganna á umferð og vegi og undirbúa umsögnina.

Í umhverfismatsskýrslunni kemur fram að flutningabílar muni fara um vegina á milli Víkur og Þorlákshafnar á 7-8 mínútna fresti. Mikil umferð er nú þegar um Suðurlandsveg. Hafa forsvarsmenn Mýrdalshrepps og ferðaþjónustunnar lýst áhyggjum af þessum miklu flutningum og áhrifum þeirra á ferðaþjónustu og vegina sjálfa. 

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Kauptu vikupassa

Lestu meira með vikupassa!

Fáðu þér vikupassa fyrir 2.090 kr. og þú færð aðgang að öllu efni úr blaði dagsins í dag og næstu 6 daga.

Kaupa vikupassa

Aðrar áskriftarleiðir »