Tíst um veðrið: Búsetubrestur á þessu landi

Sumar á Íslandi.
Sumar á Íslandi. mbl.is/Hanna

Leiðindaveður gekk yfir suðvesturhorn landsins í dag, um miðjan ágúst og segja má að um fyrstu haustlægðina sé að ræða.

Það er ekki laust við gremju hjá landanum í garð veðursins, ekki síst þegar litið er til þess að sumarið kom aldrei.

Eftir sem áður situr íslenska Twitter-samfélagið ekki á skoðunum sínum. Við sjáum dæmi. 

Rithöfundurinn og kvikmyndagerðarmaðurinn Hrafn Jónsson snýr upp á fræg ummæli Styrmis Gunnarssonar, fyrrverandi ritstjóra Morgunblaðsins, um íslenskt samfélag eins og þau birtust í skýrslu rannsóknarnefndar um bankahrunið:

Veðrið kemst meira að segja á lista yfir hluti sem finna mætti í helvíti.

Sendiherra Japans, sem þekktur hefur verið fyrir glaðbeitt yfirbragð, kemst ekki einu sinni hjá því að láta veðrið hafa áhrif á sig.

mbl.is