Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir, háskóla-, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra, vann sinn fyrsta dag í dag með nýju fyrirkomulagi þar sem hún starfar í ráðuneyti sínu víðs vegar um landið.
Hún ætlar að færa vinnuaðstöðu sína út um allt land og getur þannig unnið í ráðuneytinu óháð staðsetningu.
Í dag var hún með skrifstofu sína á Röstinni á Hellissandi og kom víða við í Snæfellsbæ, til að mynda á Rifi og fór hún í hádegisgöngutúr í Ólafsvík.
„Hugmyndin kviknaði þegar ég íhugaði hvernig ráðuneyti sem væri búið til árið 2022 myndi starfa. Ráðuneytið sjálft er samkvæmt lögum staðsett í Reykjavík, en mig langar til að skrifstofa mín geti verið víðar um land,“ sagði Áslaug Arna í samtali við Morgunblaðið á þriðjudaginn um nýja fyrirkomulagið.