Dagur mun ekki sækjast eftir formennsku

Dagur B. Eggertsson borgarstjóri var á tímabili orðaður við það …
Dagur B. Eggertsson borgarstjóri var á tímabili orðaður við það að vilja sækjast eftir formennsku í flokknum nú þegar Logi stígur til hliðar. mbl.is/Kristinn Magnússon

Dagur B. Eggertsson borgarstjóri hyggst ekki bjóða sig fram til formanns Samfylkingarinnar á landsfundi flokksins, sem haldinn verður í október. 

Þetta staðfestir Dagur í samtali við Fréttablaðið. Logi Einarsson, núverandi formaður flokksins, hefur tilkynnt að hann muni ekki ekki bjóða sig fram til áframhaldandi formennsku, enda hygðist hann axla ábyrgð á slæmu gengi flokksins í síðustu kosningum til Alþingis. 

Dagur útilokar þó ekki að hann muni síðar bjóða fram krafta sína til þátttöku í landsmálum, með þingmennsku. 

Hann segir mikilvægt að Samfylkingin endurheimti fyrri kraft sinn og komist í ríkisstjórn. 

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert