Gasmengunar gæti orðið vart í Grindavík

Í dag er ríkjandi norðaustan vindátt.
Í dag er ríkjandi norðaustan vindátt. mbl.is/Ásdís

Gosstöðvarnar í Meradölum eru opnar í dag, en þeim var lokað í gær vegna veðurs. 

Á vef Ferðamálastofu kemur fram, þrátt fyrir lokunina, að talinn fjöldi við gosstöðvarnar í gær hafi verið 320. 

Gasmengunar gæti orðið vart í Grindavík, en í dag er ríkjandi norðaustan vindátt, 5 til 10 metra á sekúndu. Þegar líður á daginn er svo spáð norðvestlægri átt. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert