Lögreglan kölluð til í Kringlunni og Smáralindinni

Kerra hafði verið skilin eftir á miðri akrein í Árbænum …
Kerra hafði verið skilin eftir á miðri akrein í Árbænum og var lögregla kölluð til sökum þess. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Tilkynnt var um innbrot í Hlíðunum í Reykjavík í nótt. Þá var lögregla einnig kölluð til vegna líkamsárásar á sama svæði. Auk þess stöðvaði lögregla mann sem grunaður er um akstur undir áhrifum fíkniefna.  

Þetta kemur fram í dagbók lögreglu. 

Kringlan og Smáralindin 

Óskað var eftir aðstoð lögreglu í verslun í hverfi 108, en í anddyri verslunarinnar svaf einstaklingur ölvunarsvefni.

Annar einstaklingur var til vandræða í Kringlunni, en sá var í annarlegu ástandi og var vistaður í fangaklefa sökum þess. Í Smáralindinni gat einstaklingur ekki greitt fyrir veitingar sem hann hafði pantað sér og var því óskað eftir aðstoðar lögreglu.

Kerra út á miðri götu

Í Garðabæ var óskað eftir aðstoðar lögreglu vegna þjófnaðar. Þar varð einnig umferðaróhapp. Tjón varð á bifreiðum en engin meiðsl á fólki. 

Ökumaður var stöðvaður í Hafnafirði, grunaður um akstur undir áhrifum fíkniefna.

Kerra hafði verið skilin eftir á miðri akrein í Árbænum og var lögregla kölluð til sökum þess. 

mbl.is