Víða skúrir í dag

Vindur verður á bilinu 5 til 13 metrar á sekúndu …
Vindur verður á bilinu 5 til 13 metrar á sekúndu í dag, austan og norðaustan átt. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Vindur verður á bilinu 5 til 13 metrar á sekúndu í dag, austan og norðaustan átt, en á Vesturlandi verður norðlægari átt ríkjandi. 

Rigna mun á suðaustanverðu landinu en annars víða skúrir. Hiti verður á bilinu 7 til 15 stig, svalast á Vestfjörðum. 

Þetta kemur fram í hugleiðingum veðurfræðings hjá Veðurstofu Íslands. 

Hlýjast syðst á morgun

Hvassast veður á norðvestanverðu landinu á morgun en þá verður norðlæg átt ríkjandi, 5 til 10 metra á sekúndu. Undir kvöld kann að bæta í vindinn og verður hann þá á bilinu 10 til 18 metrar á sekúndu á vestandverðu landinu. 

Rigning verður á Vestfjörðum og skúrir á norðan- og austanverðu landinu. Úrkomuminna annarsstaðar og hlýjast syðst, en hiti verður á bilinu 6 til 15 stig. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert