Ekkert átak í gangi

„Ef við verðum vör við stöðvunarbrot þá gefum við út …
„Ef við verðum vör við stöðvunarbrot þá gefum við út sekt.“ mbl.is/Árni Sæberg

Bílastæðaverðir eru ekki á ferli um nætur, en lögreglan sér aftur á móti um að gefa út sektir í nafni sjóðsins á þeim tíma sólarhringsins. 

Þetta segir Rakel Elíasdóttir, deildarstjóri Bílastæðasjóðs, í samtali við mbl.is. Hún segir áherslu bílastæðasjóðs vera á þann tíma dags sem gjaldskylt er, en svo eru einnig kvöld- og helgarvaktir. 

Ekki er í gangi hert átak hjá sjóðnum að sekta bifreiðaeigendur sem lagt hafa bifreiðum sínum á móti umferð, en Rakel bendir á að heimild til slíkra sekta hafi verið innleidd í umferðalögin fyrir fáeinum árum. 

„Ef við verðum vör við stöðvunarbrot þá gefum við út sekt. Það er samt ekkert meðvitað átak í gangi.“

Snýst um hvenær

Guðbrandur Sigurðsson, aðstoðaryfirlögregluþjónn umferðardeildar lögreglu, tekur einnig fyrir það að lögregla sé í sérstöku átaki hvað varðar útgáfu sekta vegna stöðvunarbrota. 

„Þetta snýst alltaf bara um það hvenær lögreglan hefur tíma til þess að sinna eftirliti með þessu. Oft er þetta vegna ábendinga eða kvartana, en stundum er þetta bara frumkvæðiseftirlit.“

„Hefur ekki verið vesen áður“

Ramon de la Rosa, íbúi við Grensásveg, vaknaði í morgun við að hafa fengið sekt vegna stöðvunarbrots fyrir utan heimili sitt og greindi hann frá því í hverfishóp á Facebook, þar sem hann vildi forvitnast um það hvort fleiri hafi fengið slíka sekt. 

„Ég fór svo í smá rúnt og sá að það voru alveg fimm bílar með þetta líka. Mér fannst þetta bara áhugavert, en þetta hefur ekki verið vesen áður. Svo er verið að sekta um miðja nótt þannig að maður getur ekkert brugðist við,“ segir Ramon.

Fleiri í hverfinu fengu sekt vegna sambærilegs brots.
Fleiri í hverfinu fengu sekt vegna sambærilegs brots. Skjáskot af Facebook
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert