Gul viðvörun fyrri hluta laugardags

Gul viðvörun hefur verið í gildi á Vestfjörðum, Ströndum og …
Gul viðvörun hefur verið í gildi á Vestfjörðum, Ströndum og Norðurlandi eystra frá síðustu nótt. mbl.is/Hákon

Veðurstofa Íslands hefur gefið út gula viðvörun vegna veðurs í Breiðafirði. Gul veðurviðvörun hefur einnig verið framlengd á Vestfjörðum, á Ströndum og Norðurlandi eystra.

Viðvörunin er þegar í gildi og verður það þangað til klukkan 13 eftir hádegi. Norðanátt 10-18 m/s verður í landshlutanum. Varað er við 20-28 m/s vindhviðum við fjöll og að varhugavert geti verið að ferðast á ökutækjum sem taka á sig mikinn vind.

Á Vestfjörðum hefur gul viðvörun verið í gildi frá því klukkan 3 í nótt og verður hún áfram til klukkan 10 að morgni laugardags. Þar er spáð allmikilli rigningu við Djúpið, og líkum á skriðuföllum á svæðinu. Einnig mun vaxa talsvert í ám og lækjum og geta þær orðið illfærar.

Á Ströndum og Norðurlandi vestra er spáð úrhellisrigningu, og er þar líka hætta á skriðuföllum og vatnavexti í ám. Viðvörunin tók gildi klukkan 1 aðfaranótt föstudags og verður í gildi til klukkan 15 á laugardag.

Veðurvefur mbl.is

mbl.is