Í fangaklefa þar til hann verður viðræðuhæfur

Hafði sá verið handtekinn vegna líkamsárásar, en var töluvert ölvaður.
Hafði sá verið handtekinn vegna líkamsárásar, en var töluvert ölvaður. mbl.is/Kristinn Magnússon

Ökumaður, grunaður um akstur undir áhrifum áfengis, velti bifreið sinni í Mosfellsbæ í nótt. Var hann vistaður í fangaklefa í þágu rannsóknar málsins. 

Einnig var tilkynnt um líkamsárás og var einn handtekinn, grunaður í málinu. Var sá töluvert ölvaður, og vistaður í fangaklefa þar til hægt verður að ræða við hann. 

Þetta kemur fram í dagbók lögreglu. 

Þá var tilkynnt um slagsmál í Grafarvogi. Einn var handtekinn en hann látinn laus að lokinni yfirheyrslu. 

Eignaspjöll á heimili í Garðabæ

Þjófnaðar varð vart í Breiðholti en hinn grunaði var látinn laus að lokinni yfirheyrslu. Þá stöðvaði lögregla bifreið í Kópavogi, en ökumaður er grunaður um akstur undir áhrifum áfengis. 

Tilkynnt var um innbrot í Kópavogi og einn einstaklingur handtekinn, grunaður um innbrotið. Er hann vistaður í þágu rannsóknar málsins.

Eignaspjöll á heimili í Garðabæ voru svo tilkynnt lögreglu. 

Bifreið var stöðvuð í Háaleitis- og Bústaðahverfi, þar sem ökumaður er grunaður um akstur undir áhrifum fíkniefna. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert