Leiðir ítarlega rannsókn á tímanotkun kynjanna

Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra að loknum ríkisstjórnarfundi í dag.
Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra að loknum ríkisstjórnarfundi í dag. mbl.is/Hákon

Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra kynnti á ríkisstjórnarfundi, nýja kortlagningu á kynjasjónarmiðum í stjórnsýslu. 

„Þar koma fram sterkar vísbendingar um að konur séu að sinna þriðju vaktinni í mun meiri mæli en karlar, auk þess sem heilsufar kvenna er almennt síðra.“

Í tilefni af þessum niðurstöðum hefur verið ákveðið að ráðast í ítarlegri rannsókn á tímanotkun kynjanna. „Ég mun leiða þá vinnu.“

Ekki þörf á varnargörðum

Þá var af ýmsu fleiru að taka á ríkisstjórnarfundi í dag, að sögn ráðherra. 

„Ég kynnti nýja skýrslu OECD, sem sýnir að Ísland kemur nokkuð vel út. Við ræddum um eldgos, flóttafólk frá Úkraínu og svo mætti lengri telja.“

Engin áform eru um að reisa varnargarða vegna eldgossins, eins og staðan er í dag. Engu að síður er fylgst náið með stöðunni dag frá degi og brugðist verður við ef þörf krefur. 

„Við eigum ferla sem virka. Gangurinn í gosinu er líka minni nú en áður.“

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert