Slökktu eld í Laugardal: Hefði getað farið illa

Slökkviliðið á höfuðborgarsvæðinu var kallað út. Mynd úr safni.
Slökkviliðið á höfuðborgarsvæðinu var kallað út. Mynd úr safni. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Slökkviliðið á höfuðborgarsvæðinu var kallað út um klukkan níu í kvöld í götuna Selvogsgrunn í 104 Reykjavík.

Eldur var í þaki, en þó ekki mikill, og slökkvilið náði að slökkva eldinn á um það bil hálftíma.

Varðstjóri slökkviliðsins segir í samtali við mbl.is að ef eldurinn hefði fengið að krauma, og vindur verið meiri, þá hefði getað farið illa.

mbl.is