Tekur undir áherslumál heilbrigðisráðherra

Bjarni Benediktsson, fjármálaráðherra.
Bjarni Benediktsson, fjármálaráðherra. mbl.is/Hákon Pálsson

Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra segist taka undir þau áherslumál sem Willum Þór Þórsson heilbrigðisráðhera leggur fyrir um málefni Landspítalans. 

Heilbrigðisráðherra sagði í samtali við mbl.is í gær, að mönnun sé nú forgangsverkefni í heilbrigðiskerfinu og verið sé að vinna að því að efla vís­indastarf. Til að bregðast við manneklu þurfi einnig að efla menntun hér á landi og nú sé unnið að umbótum. 

Aðspurður hvort samstaða sé um áherslur heilbrigðisráðherra innan ríkistjórnarinnar, segir hann að málefni Landspítalans hafi ekki verið rætt nýlega. 

Ísland geti boðið upp á betri þjónustu

Fjármálaráðherra segist vilja leggja áherslu á að leysa úr manneklu á Landspítalanum, og ennfremur leggi heilbrigðisráðherra sannfærandi rök fyrir því að starfsfólk á spítala hafi svigrúm til að sinna vísindastarfi. 

„Við Íslendingar erum meðal þeirra þjóða sem skapa hvað mest verðmæti á mann í heiminum og höfum alla burði til þess að vera með þjónustu í fremstu röð og þar með talið heilbrigðisþjónustu."

„Samt sem áður erum við eins og aðrar þjóðir að keppast um fólk og mannekla virðist gera heilbrigðisstarfsfólki okkar víða erfitt."

mbl.is