Um 60% hafa greitt atkvæði

Heiða Björg Hilmisdóttir, borg­ar­full­trúi og vara­formaður Sam­fylk­ing­ar­inn­ar, og Rósa Guðbjarts­dótt­ir …
Heiða Björg Hilmisdóttir, borg­ar­full­trúi og vara­formaður Sam­fylk­ing­ar­inn­ar, og Rósa Guðbjarts­dótt­ir bæj­ar­stjóri Hafn­ar­fjarðar, eru báðar í framboði. Samsett mynd

Um 60% atkvæðabærra fulltrúa hafa greitt atkvæði í kosningu til formanns stjórnar Sambands íslenskra sveitarfélaga sem hófst á mánudaginn. Þetta kemur fram í tilkynningu frá sambandinu.

Í kjöri eru Heiða Björg Hilmisdóttir borgarfulltrúi og Rósa Guðbjartsdóttir, bæjarstjóri í Hafnarfirði.

Kosning mun standa til kl. 12:00 á hádegi mánudaginn 29. ágúst.

Breytingar voru gerðar á samþykktum sambandsins á seinasta kjörtímabili sem fela í sér að formaður Sambands íslenskra sveitarfélaga er nú kjörinn með beinni rafrænni kosningu en ekki á landsþingi eins og tíðkast hefur.

Rétt til þátttöku í formannskosningu eiga landsþingsfulltrúar samkvæmt rafrænni kjörskrá.

mbl.is