Hlauparar kasta af sér vatni á bílastæðum

Kona birti mynd sem sýnir tvo hlaupara vera að létta …
Kona birti mynd sem sýnir tvo hlaupara vera að létta á sér á bílastæðinu fyrir utan heimili hennar.

Borið hefur á því að hlauparar í Reykjavíkurmaraþoninu bregði sér út af brautinni til þess að kasta af sér vatni.

Kömrum hefur verið komið upp víða, en það virðist þó sem þeir séu annaðhvort uppteknir, eða ekki jafn vinsælir pissustaðir og bílastæðin.

Ingibjörg Bragadóttir, íbúi í Vesturbænum, vakti athygli á þessu í hverfishópi Vesturbæinga á Facebook. 

Þar birti hún mynd sem sýnir tvo hlaupara vera að létta á sér á bílastæðinu fyrir utan heimili hennar. 

Vonandi þrífur borgin eftir þá sem ekki gátu haldið í sér, þó var ekki orðin biðröð við klósettin þarna eins og síðar. 10-12 manns að bíða eftir að komast á kamarinn í svona hlaupi lítur út eins og skipulagsmistök,“ skrifar hún við myndina. 

mbl.is