Fánar víða dregnir í hálfa stöng

Þungt andrúmsloft er á Blönduósi eftir atburði morgunsins.
Þungt andrúmsloft er á Blönduósi eftir atburði morgunsins. mbl.is/Hákon

Víða á Blönduósi hafa fánar verið dregnir í hálfa stöng. Andrúmsloftið í bænum er afar þungt eftir skotárásina sem átti sér stað á milli klukkan fimm og sex í morgun. 

Tveir létust í árásinni og særðist einn. Ætlaður árás­armaður er ann­ar hinna látnu.

Frá Blönduósi í dag.
Frá Blönduósi í dag. mbl.is/Hákon

Tveir í haldi lögreglu

Þá eru tveir í haldi lög­reglu vegna máls­ins, en sam­kvæmt heim­ild­um mbl.is hafa þeir fjöl­skyldu­tengsl við þá sem fyr­ir árás­inni urðu.

Árásarmaðurinn er ekki talinn hafa svipt sig lífi, svo honum virðist hafa verið ráðinn bani eftir að hann skaut húsráðendur, annan til bana og særði hinn mikið.

Allt er fólkið heimamenn á Blönduósi.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert