Byggja 40 nemendaíbúðir á Ísafirði

Skúrarnir verða rifnir og í staðinn mun rísa myndarlegt hús …
Skúrarnir verða rifnir og í staðinn mun rísa myndarlegt hús með 40 íbúðum fyrir nemendur. mbl.is/Halldór Sveinbjörnsson

Háskólasetur Vestfjarða hefur stofnað sjálfseignarstofnun um byggingu og rekstur leiguíbúða fyrir nemendur. Félagið hefur fengið lóð við Fjarðarstræti á Ísafirði og er áformað að framkvæmdir við 40 íbúðir hefjist þar í október.

Á stofnfundi sjálfseignarstofnunarinnar sem haldinn var fyrr í mánuðinum kom fram að húsnæðisskortur á Ísafirði væri flöskuháls sem hamlað gæti frekari þróun á starfsemi Háskólasetursins.

Arna Lára Jónsdóttir bæjarstjóri Ísafjarðarbæjar segir að talsverður skortur sé á húsnæði á Ísafirði. Fyrir utan nemendaíbúðir vanti húsnæði með góðu aðgengi fyrir eldra fólk. Hún fagnar því að nú eigi að byggja nemendaíbúðir, það skipti miklu máli fyrir samfélagið og sé framfaramál. Þá vonast hún til að samstarf takist um byggingu íbúða fyrir íbúa 60 ára og eldri.

Lesa má nánar um málið í Morgunblaðinu í dag. 

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Kauptu vikupassa

Lestu meira með vikupassa!

Fáðu þér vikupassa fyrir 2.185 kr. og þú færð aðgang að öllu efni úr blaði dagsins í dag og næstu 6 daga.

Kaupa vikupassa

Aðrar áskriftarleiðir »