Áhöld uppi um mönnun á Landspítalanum

Landspítalinn.
Landspítalinn. mbl.is/Unnur Karen

Mönnun Landspítala var rædd ítarlega á öðrum stjórnarfundi Landspítala sem haldinn var á föstudaginn að sögn Runólfs Pálssonar, forstjóra Landspítalans.

Því hefur meðal annars verið haldið fram að starfsfólki á skrifstofu Landspítalans hafi fjölgað margfalt á við starfsfólk sem sinnir sjúklingum, Spurður, hvort stjórnendur spítalans og stjórn hans séu á sömu blaðsíðu varðandi stöðu á mönnun og ráðningum, segir Runólfur það nálgast.

„Við höfum verið að vinna að því undanfarnar vikur að varpa skýrara ljósi á þessa mynd. Okkar gögn hafa kannski ekki verið nægilega nákvæm. Þetta snýst líka um stöðuheiti og svo framvegis. Við erum að rýna í öll okkar gögn og það er að koma skýrari mynd á þau mál,“ segir Runólfur.

Fundað verði með McKinsey

Spurður hvað beri á milli segir Runólfur að til að mynda séu störf ekki flokkuð eins á mannauðsskrifstofu spítalans og hjá ráðgjafafyrirtækinu McKinsey, sem gjarnan er vísað til. Hann segir að fundað verði með fulltrúum McKinsey til að fara yfir flokkun starfa.

Stjórnskipulag endurskoðað

„Við vinnum áfram með McKinsey að framtíðarþróun þjónustu spítalans.

Núna eru mögulegar breytingar á skipulagi og stjórnskipulagi til skoðunar. Í tengslum við það erum við að fara yfir þessi mál.“

Auk þess segir Runólfur að ítarleg umræða hafi farið fram á stjórnarfundi um þá manneklu sem ríkir á spítalanum.

„Stærsta vandamál spítalans er mannekla. Við því erum viðað reyna að bregðast frá öllum mögulegum hliðum.“

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert