Kominn til meðvitundar og fer í skýrslutöku

Íbúar Blönduóss á leið í kirkju.
Íbúar Blönduóss á leið í kirkju. mbl.is/Hákon

Lögreglan stefndi að því að í gær að skrá framburð Kára Kárasonar, sem var skotinn á Blönduósi, á Landspítalanum.

Páley Borgþórsdóttir, lögreglustjóri á Norðurlandi eystra, staðfesti þetta við Fréttablaðið.

Talið er að framburður Kára geti varpað ljósi á málsatvik. Hann var skotinn með haglabyssu á heimili sínu og er kominn til meðvitundar. Kona hans Eva Hrund Pétursdóttir lést í árásinni.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert