Kaupa allt kjötið frá Fjallalambi

Lambakjöt.
Lambakjöt. mbl.is/Skapti Hallgrímsson

Kjarnafæði Norðlenska hyggst kaupa allt kindakjöt sem kemur út úr slátrun hjá Fjallalambi á Kópaskeri í komandi sláturtíð. Þetta staðfestir Ágúst Torfi Hauksson, framkvæmdastjóri Kjarnafæðis Norðlenska. Fyrirtækið rekur stór sláturhús á Húsavík og Blönduósi og selur einnig allt kjöt sláturhúss Sláturfélags Vopnfirðinga, með hliðstæðum samningi og nú hefur verið gerður við Fjallalamb.

Fjallalamb er með kjötvinnslu á Kópaskeri. Þar er meðal annars framleitt hið þekkta Hólsfjallahangikjöt. Ágúst Torfi segir að vel búin vinnsla sé á Kópaskeri og Fjallalamb muni nota hana til að framleiða úr aukaaafurðum sauðfjárslátrunar. Áhugi sé hjá Kjarnafæði Norðlenska á að kaupa slíkar vörur.

Lesa má nánar um málið í Morgunblaðinu í dag. 

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert