Einar Vestmannaeyjar bætast við á ári

Fjölgunin gæti orðið sambærileg við það ef einar Vestmannaeyjar bættust …
Fjölgunin gæti orðið sambærileg við það ef einar Vestmannaeyjar bættust við íbúafjöldann á hverju ári. mbl.is/Sigurður Bogi

Allt útlit er fyrir að á þessu ári sæki ríflega þrjú þúsund manns um alþjóðlega vernd á Íslandi, sem eru nær þrisvar sinnum fleiri en í fyrra. Fátt bendir til þess að straumurinn til landsins minnki í bráð, en þá yrði fjölgunin sambærileg við það ef einar Vestmannaeyjar bættust við íbúafjölda landsins á hverju ári.

Kostnaðurinn vegna verndarkerfisins hefur aukist mikið og stefnir brátt í að vera fimm milljarðar á ári, en upphaflega var áætlað að hann myndi nema 3,5 milljörðum á þessu ári. Í þeim tölum er ekki stóraukinn kostnaður félagsmálaráðuneytis og menntamálaráðuneytis.

Mestu munar um fólk á flótta frá innrás Rússa frá Úkraínu, en jafnvel þegar sá fjöldi er undanskilinn blasir við að straumurinn hingað til lands hefur þyngst mikið. 

Nánar um málið í Morgunblaðinu í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert