Sextíu ára og eldri senn boðaðir í fjórðu sprautu

Ráðist verður á ný í bólusetningarátak fyrir 60 ára og …
Ráðist verður á ný í bólusetningarátak fyrir 60 ára og eldri. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Heilsugæslan á höfuðborgarsvæðinu hyggst boða 60 ára og eldri í fjórðu Covid-bólusetninguna og bólusetningu gegn inflúensu um leið. Þá yrði boðið upp á þrjá kosti; bara Covid-bólusetningu, bara inflúensubólusetningu eða hvort tveggja í senn.

Eftir það átak yrði svo yngra fólki og þá sérstaklega þeim með undirliggjandi sjúkdóma boðin bólusetning.

„Núna má gefa Covid-bólusetningu og inflúensubólusetningu saman. Það er alveg nýtt,“ segir Ragnheiður Ósk Erlendsdóttir, framkvæmdastjóri hjúkrunar hjá Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins.

„Í fyrra var það ekki leyfilegt, það þurftu að líða tvær vikur á milli. Svo þetta er mikil hagræðing fyrir fólk að það getur komið í hvort tveggja.“

Nú er unnið að því að koma skipulagi á framkvæmdina þar sem um töluverðan fjölda fólks er að ræða.

Umfjöllunina í heild sinni má nálgast í Morgunblaðinu í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina