Gefur ekki kost á sér í embætti forseta ASÍ

Kristján Þórður Snæbjarnarson.
Kristján Þórður Snæbjarnarson. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Kristján Þórður Snæbjarnarson ætlar ekki að gefa kost á sér í embætti forseta Alþýðusambands Íslands (ASÍ) á þingi sambandsins sem verður haldið í byrjun október.

Hann tók tímabundið við embættinu af Drífu Snædal 10. ágúst síðastliðinn þegar hún sagði af sér.

Kristján greinir frá ákvörðun sinni í facebook-færslu en þar segist hann ætla að einbeita sér að verkefnum Rafiðnaðarsambands Íslands þar sem hann er formaður.

„Ég mun þó áfram gefa kost á mér til þátttöku í forystu ASÍ sem 1. varaforseti enda mikil þörf á að tryggja að rödd iðn- og tæknifólks heyrist innan heildarsamtakanna, skrifar Kristján.

„Ég er gríðarlega þakklátur fyrir alla þá hvatningu sem ég hef fengið að undanförnu og það mun efla okkur fram á við,“ bætir hann við.

Færslu Kristjáns í heild sinni má lesa hér fyrir neðan.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert