Biðlistabörn láta heyra í sér í Ráðhúsinu

Fundurinn hófst klukkan tvö.
Fundurinn hófst klukkan tvö. mbl.is/Inga Þóra

Foreldrar barna sem bíða eftir leikskólaplássi í Reykjavík eru mættir í Ráðhús Reykjavíkur, ásamt börnum sínum, til að þrýsta áfram á borgaryfirvöld um að leysa leikskólavandann, en fyrsti fundur borgarstjórnar eftir sumarfrí hófst klukkan tvö í dag. 

Foreldrarnir og biðlistabörnin sitja nú á pöllum borgarstjórnarsalsins, en leikskólamálin eru annað mál á dagskrá fundarins.

Foreldrar vilja sjá frekari aðgerðir.
Foreldrar vilja sjá frekari aðgerðir. mbl.is/Inga Þóra

Sum barnanna hafa ekki falið óánægju sína yfir því að vera ekki kominn með leikskólapláss og hafa þau látið í sér heyra.

Síðan í byrjun ágúst hafa foreldrar mætt með börn sín á fimmtudögum í Ráðhúsið til að mótmæla aðgerðarleysi borgaryfirvalda, en fundir borgarráðs fara fram á fimmtudögum. 

Fyrir að verða þremur vikum kynnti borgarráð sex tillögur að lausnum á vandanum. Byrjað er að framkvæma tillögurnar.

Börnunum var gefið ávaxtanammi.
Börnunum var gefið ávaxtanammi. mbl.is/Inga Þóra
mbl.is