Rannsókn hér gæti haft áhrif á stórviðskipti í Noregi

Samruni í Noregi hefur ekki haft áhrif á Vestfjörðum.
Samruni í Noregi hefur ekki haft áhrif á Vestfjörðum.

Samkeppniseftirlitið telur ástæðu til að rannsaka frekar samkeppnisleg áhrif af samruna norsku fiskeldisfyrirtækjanna SalMar og NTS. Ástæða rannsóknarinnar er áhrif samrunans hér á landi þar sem íslensku fyrirtækin Arnarlax og Arctic Fish eru dótturfélög norsku fyrirtækjanna. Þótt rannsóknin beinist að áhrifum á markaðinn hér er hugsanlegt að íhlutun Samkeppniseftirlitsins, sem enn liggur ekkert fyrir um að af verði, hafi áhrif á viðskiptin sem leiddu til samrunans í Noregi.

Norsku fyrirtækin tilkynntu norska samkeppniseftirlitinu og framkvæmdastjórn ESB um samrunann, auk Samkeppniseftirlitsins. Norska eftirlitið sá ekki ástæðu til aðgerða.

Rannsókn Samkeppniseftirlitsins, sem nú hefur verið ákveðið að fara í, beinist að áhrifum þess ef þessi stærstu sjóeldisfyrirtæki Íslands verða undir yfirráðum sama norska fyrirtækisins eins og allt bendir til.

Sú spurning vaknar hvort það hefði áhrif á samruna norsku fyrirtækjanna ef niðurstaða Samkeppniseftirlitsins verður sú að banna samrunann vegna hagsmuna hér á landi. Samkvæmt orðanna hljóðan myndi sú ákvörðun kippa grundvellinum undan þessum viðskiptum.

Fyrst og fremst áhrif hér

„Athugun Samkeppniseftirlitsins varðar samkeppnishagmuni hér á landi og niðurstöður hennar hafa fyrst og fremst áhrif hér á landi. Ef til íhlutunar kæmi, sem ekkert liggur fyrir um, myndi hún varða fyrirtækin sem hér starfa. Hvort athugun íslenska eftirlitsins hefði áhrif á samrunann annars staðar ræðst af atvikum málsins og ákvörðunum samrunafyrirtækjanna,“ segir Páll Gunnar Pálsson, forstjóri.

Nánar um málið í Morgunblaðinu í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert