Grundvallarréttindi geta ekki vikið endalaust

Skúli Magnússon, umboðsmaður Alþingis, minnir á að á dögum heimsfaraldursins hafi iðulega verið vísað til vanda Landspítalans sem ástæðu fyrir skerðingu á grundvallarréttindum almennings. Ýmsar kvartanir hafa hins vegar hafðar uppi vegna vanda spítalans fram á þennan dag.

Umboðsmaður er gestur Dagmála Morgunblaðsins í dag ásamt Sigríði Á. Andersen fyrrverandi dómsmálaráðherra, en umræða um lögmæti sóttvarnaráðstafana hefur kviknað erlendis og að einhverju leyti hér á landi. Sigríður ritaði fyrir skömmu ritrýnda ritgerð um stöðuna hér á landi í nprrænt stjórnsýslutímarit, en í inngangi að ársskýrslu umboðsmanns var hvatt til þess að gerð yrði heilstæð úttekt á þeim málum hér. Dagmál er streymi Morgunblaðsins og opið öllum áskrifendum.

Ekki hægt að vísa endalaust til neyðarástands á Landspítalanum

„Meginreglan er sú, að stjórnvöld geta ekki réttlætt skerðingar á grundvallarréttindum með vísan til kerfisbundins vanda, sem þau eiga sjálf að leysa og bera ábyrgð á,“ segir Skúli en bætir viðað til skamms tíma geti það þó átt við.

„En þegar við erum komin fram á haustið 2021 og fram á nýtt ár 2022, þá er eðlilegt að umboðsmaður spyrji [hvort gerðar hafi verið] ráðstafanir til þess að efla Landspítalann þannig að hann geti tekist á við þann vanda, sem er uppi. Vegna þess að við getum ekki rekið Landspítalann með sama hætti endalaust og vísað svo til þess að við þurfum að skerða grundvallarréttindi með tilvísan til varna Landspítalann.“

Þessu hefðu stjórnvöld svarað og sagt að slíkar ráðstafanir hefðu verið gerðar. Lagaumgjörðin væri ekki ófullkomnari en svo að fyrir þessu væri gert ráð, ráðherrann beri ábyrgð gagnvart þinginu, sem geti kallað hann til svara í þinginu eða fyrir stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd og þingið bæri svo ábyrgð gagnvart þjóðinni.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert