Guðni og Katrín minnast Elísabetar

Elísabet Bretadrottning á viðburði í sumar.
Elísabet Bretadrottning á viðburði í sumar. AFP

Guðni Th. Jóhannessson, forseti Íslands, og Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra, eru á meðal þeirra þjóðarleiðtoga sem minnast Elísabetar Bretlandsdrottningar, sem lést í dag, 96 ára að aldri. 

Guðni sendir Bretum samúðarkveðjur og segir að drottningarinnar verði ávallt minnst og hún dáð. 

Katrín sendir bresku þjóðinni einnig samúðarkveðjur og segir að Elísabet hafi verið sterk og hugrökk kona. „Ég mun muna eftir forvitni hennar og hlýju.“





mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert