Skjálfti af stærð 4,4 við Grímsey

Skjálftahrinan hófst í fyrradag.
Skjálftahrinan hófst í fyrradag. Morgunblaðið/Sigurður Bogi

Tveir öflugir jarðskjálftar riðu yfir nú rétt fyrir klukkan átta á Norðurlandi.

Samkvæmt mælingum Veðurstofu Íslands var sá fyrri af stærðinni 4,4 og mældist hann um 15 kílómetrum frá Grímsey. Hinn mældist nálægt Húsavík og var 3,6 að stærð. 

Á síðasta sólarhring hafa mælst 1.600 skjálftar á Norðurlandi og hefur skjálftavirknin verið stöðug frá því að hrinan hófst 7. september. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert